(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
Á morgun verða auglýst ný sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Í boði verða störf við grisjun og ýmis tilfallandi verkefni í Þjóðskógum landsins auk fjölbreyttra starfa við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.
Þessi störf eru hluti af metnaðarfullu atvinnuátaksverkefni stjórnvalda fyrir námsmenn og atvinnulausa, þar sem 856 ný störf eru auglýst laus til umsókna, þar af 337 störf í þágu umhverfis og náttúru á Íslandi. Um er að ræða störf hjá stofnunum umhverfisráðuneytisins og ráðuneytinu sjálftu og eru störfin því gríðarlega fjölbreytt. Sum störfin gera ráð fyrir tiltekinnni menntun eða sérhæfingu en önnur felast í útiverkefnum þar sem tækifæri gefst á að kynnast landinu og vinna því gagn með ýmsu móti.
Hægt verður að sækja um störfin frá og með 12. maí á vef Vinnumálastofnunar.
Sumarstörfin sem í boði verða hjá Skógrækt ríkisins
Sumarstörf fyrir ófaglærða
Lýsing:
|
Skógrækt ríkisins óskar eftir ráða sumarstarfsfólk til fjölbreyttra starfa í Þjóðskógum landsins. Um er að ræða verkamanastörf undir handleiðslu flokksstjóra og mun starfsfólk verða þjálfað til að takast á við viðkomandi verkefni.
|
Helstu verkefni:
|
- Gróðursetning og áburðargjöf
- Gönguleiða og stígagerð
- Skógarumhirða
- Annað tilfallandi
|
Eiginleikar:
|
- Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfslipurð og þjónustulund
- Kostur er að hafa bílpróf
|
Staðsetning:
|
Skógrækt ríkisins rekur starfsstöðvar í öllum landshlutum. Í einhverjum tilvika gæti starfsfólk þurft að gista í húsnæði stofunarinnar í Þjóðskógunum.
|
Sumarstörf við grisjun
Lýsing:
|
Skógrækt ríkisins óskar eftir ráða sumarstarfsfólk til að starfa við grisjun í Þjóðskógum landsins. Um er að ræða starf við grisjun með keðjusög undir handleiðslu verkstjóra og mun starfsfólk verða þjálfað til að takast á við viðkomandi verkefni.
|
Helstu verkefni: |
- Grisjun með keðjusög
- Útkeyrsla viðar
- Viðarvinnsla
|
Eiginleikar:
|
- Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfslipurð og þjónustulund.
- Gott líkamlegt atgervi
- Bílpróf
- Reynsla af vinnu við vélar kostur.
|
Staðsetning:
|
Skógrækt ríkisins rekur starfsstöðvar í öllum landshlutum. Í einhverjum tilvika gæti starfsfólk þurft að gista í húsnæði stofunarinnar í Þjóðskógunum.
|
Sumarstörf við rannsóknir
Lýsing:
|
Skógrækt ríkisins óskar eftir ráða sumarstarfsfólk til fjölbreyttra starfa við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá. Störfin verða unnin undir leiðsögn sérfræðinga og staðarhaldara á Mógilsá. Stúdentar í háskólanámi og fólk með háskólagráðu í náttúru- og raunvísindum nýtur forgangs.
|
Helstu verkefni:
|
- Aðstoða við rannsóknaverkefni bæði útivið og innivið
- Aðstoð við mælingar á tilraunum og úttektum
- Aðstoð við úrvinnslu gagna og sýna
- Aðstoða við umhirðu umhverfis á Mógilsá
- Umhirða trjágróðurs
- Umhirða og merkingar á trjásafni
- Lagfæring stíga í trjásafni
|
Eiginleikar:
|
- Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfslipurð og þjónustulund
- Að hafa lokið eða vera í háskólanámi
|
Staðsetning:
|
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá
|