Landbúnaðarráðherra staðfestir námskrá LBH í skógfræði.
Nýjasta námsbraut Landbúnaðarháskólanns á Hvanneyri hefur göngu sína næsta haust, það er nám til BSc. gráðu í skógfræði, með möguleikum til framhaldsnáms hér heima eða erlendis til kandidatsprófs eða MS gráðu en landbúnaðarráðherra staðfesti að fenginni umsögn búfræðsluráðs námskrá fyrir skógfræðinámið í apríl síðstliðnum. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er fram heilstætt nám á sviði skógræktar hér á landi. Nám í skógfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er þverfaglegt, með áherslu á náttúruvísindi, tækni og rekstrargreinar. Það býr fólk undir störf í atvinnugrein sem er í örum vexti hér á landi, en veitir jafnframt góðan undirbúning fyrir störf tengd rekstri, stjórnun, tækniþróun, umhverfismálum og náttúruvísindum á öðrum sviðum atvinnulífsins.

Innritun stendur nú yfir en umsóknarfrestur er til 10. júni og allar nánari upplýsingar um nám við LBH fást  í síma 433 7000, eða netfangi LBH

Heimild: hvanneyri.is