Þann 1. júlí s.l. hóf Brynhildur Bjarnadóttir störf á Mógilsá (brynhildur@skogur.is). Hún er líffræðingur að mennt og starfaði síðustu þrjú árin sem vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu. Eins og mörgum mun kunnugt er Mógilsá nú þátttakandi í norrænu öndvegissetri um kolefnisrannsóknir (NCEE: Norrænt öndvegissetur fyrir rannsóknir á kolefnishringrás og á áhrifum veðurfars á hana). Öndvegissetrið greiðir allan kostnað við stöðu Brynhildar næstu fjögur árin, og hún mun nýta tímann til að vinna að doktorsritgerð um kolefnishringrás lerkiskóga innan SKÓGVISTAR verkefnisins. Brynhildur mun ýmist verða við störf á Mógilsá, austur á Héraði eða við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Brynhildur er gift líffræðingnum Sigurði Friðleifssyni, og á tvær yndislegar dætur; Valdísi (4 ára) og Katrínu (2 ára). Það má segja að rannsóknastörf séu Brynhildi í blóð borin, en hún er dóttir hins valinkunna plöntulífeðlisfræðings á Möðruvöllum í Eyjafirði, Bjarna Guðleifssonar. Mógúlarnir fagna mjög að hafa fengið þessa efnilegu vísindakonu í sinn hóp.