Evrópska skógrannsóknastofnunin (European Forest Institute) í Joensuu í Finnlandi hefur nýlega birt nýtt og vandað kort af laufskógum og barrskógum Evrópu. Við gerð kortsins hefur verið stuðst við gögn sem aflað hefur verið með fjarkönnun og landsúttektum á skógum. Á kortinu eru aðeins sýndir þeir skógar sem ná að þekja a.m.k. 1 x 1 km rastir. Skógar Íslands eru ekki víðáttumiklir, svo sem kunnugt er.  Skilyrðinu um 1 x 1 km stærð ná engir af skógum Íslands og eru þeir því ekki taldir með á Evrópukortinu.

Sjá nánar: New Forest Map of Europe Published