Í nóvember 2012 fékk netverkefnið NEFOM (North European Forest Mycologist) styrk frá SNS/EFINORD. Markmið verkefnisins er að styrkja samstarf rannsóknarhópa á Norðurlöndum er vinna að rannsóknum á sveppum í skógarvistkerfum. Þetta á t.d. að gera með því að stuðla að nemendaskiptum milli rannsóknastofnana, ferðastyrkjum og námskeiðum fyrir doktorsnema auk verkefnafunda. Þá er stefnt að því að nota netverkið sem grunn að frekari umsóknum, t.d. til Evrópusambandsins. Fyrsti fundur verkefnisins verður 31. janúar nk. í Tartu í Eistlandi.

Alls taka 20 þátttakendur frá 7 löndum þátt í verkefninu. Verkefnisstjóri er Dr. Rasmus Kjöller frá Kaupmannahafnarháskóla en Dr. Edda S. Oddsdóttir tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. 


Á meðfylgjandi mynd má sjá kúalubba í skjóli birkis og loðvíðis. Kúalubbi er einn af algengum sveppum í íslenskum skógum, enda myndar hann svepprót með birki.


Mynd og texti: Edda S. Oddsdóttir