(Ó)jafnvægið og náttúran - líffræðileg fjölbreytni - hvað rúmast innan hennar og ágengar tegundir á Miklubraut á NFS (08.02.2006)


Í þættinum Miklabraut (6. febrúar) á NFS ræðir dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá við Sigurð G. Tómasson um grein sína “Framandi og ágengar trjátegundir í íslenskum skógum – raunveruleg, aðsteðjandi eða ímynduð ógn?”. Grein þessi birtist í síðara tölublaði Skógræktarritsins 2005 (sjá frekar hér).

Í þættinum er rædd tilhneiging manna til að vilja halda í þá umgjörð sem er þeim næst, telja það jafnvægi og heimfæra þrána um jafnvægi og stöðugleika upp á náttúrunna. Grundvöllur hræðslunnar við hið framandi, skilgreining á líffræðilegri fjölbreytni, skógarkerfilinn – planta sem á það til að ryðja hinni “ágengu” alaskalúpínu burt og gróðurtegundir sem sækja í rofsvæði og svæði laus við gróður ber þar á góma. Hægt er að sjá þáttinn hér.