Opin ráðstefna: Samspil milli skógarþekju og lífs í ám og vötnum
Laugum í Sælingsdal 15.-16. janúar 2004
Ósjaldan hefur verið vitnað til þeirra orða Ara fróða Þorgilssonar að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Sjaldnar er vitnað í þá fullyrðingu, sem fram er sett í sömu heimild, Landnámabók, að undir lok 9. aldar hafi fiskigengd í ám og vötnum líka verið feikimikil. Af orðum Ara má ráða að búsetan hafi valdið rýrnun þessara landgæða og að skógur og fiskigengd hafi vart verið svipur hjá sjón 250 árum síðar, þegar staðhæfingarnar voru festar á kálfskinn.
Áhugaverð rannsóknaspurning, sem vaknar hjá þeim sem trúa orðum Ara, er hvort orsakasamhengi sé á milli skógarþekju á þurrlendi og fiskigengdar í ferskvatnsvistkerfum? Er samhengi á milli fjölda trjáa á landi og fjölda fiska í ferskvatni? Var hin feikimikla fiskigengd í ánum og vötnunum afleiðing af meiri framleiðni þurrlendis (sem þá var að mestu þakið kjarri og skógum), jafnari vatnsmiðlun af skógi vöxnu landi, betri aðstæðum til klaks, þegar skógur verndaði jarðveg fyrir rofi og uppblæstri? Eða er þessu öfugt farið? Er skógur laxi og silungi til bölvunar, og aukin skógrækt einungis til þess fallin að spilla búsvæðum fiska hér á landi og rýra verðmæti veiðiáa? Rænir skógur á bökkunum vatnið næringu, ljósi og sýrir það í ofanálag? Eru mismunandi gerðir skóga (s.s. laufskógar og barrskógar) mishollir fiskum? Getum við eitthvað ráðið í áhrifin út frá erlendum rannsóknum, eða eru aðstæður á Íslandi svo frábrugðnar þeim erlendu að ómögulegt er að heimfæra þær á okkar skilyrði? Hvaða rannsóknir liggja fyrir hérlendis sem varpað gætu á þetta ljósi?
Með aukinni skógrækt og stöðugri fækkun sauðfjár má búast við að skógarþekja landsins aukist umtalsvert á komandi áratugum. Úr fjölmiðlum hafa komið misvísandi skilaboð um hver áhrif þessa gætu orðið á lífið í ferskvatni hér á landi, sbr. fréttir í fjölmiðlum um hættur, sem steðji að lífi í Þingvallavatni, vegna barrskóga á vatnasvæði þess. En sögur berast líka af gífurlegri fiskgengd í ám á Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku og Austur-Asíu, þar sem þéttir og stórvaxnir skógar, ekki síst barrskógar, þekja vatnasvið áa og lækja og eru taldir grundvöllur að framleiðni ferskvatnsvistkerfa. Það er því hagsmunamál fyrir marga bændur og aðra landeigendur að varpað sé betra ljósi á þetta samspil hérlendis.
Allt er þetta hins vegar órannsakað á Íslandi. Enn fara engar vísindalegar rannsóknir fram á því samspili sem ákveðið hefur verið að gera að þema ráðstefnu. Markmið okkar ráðstefnu er ekki að útkljá vandamálið og fá viðhlítandi svör við öllum fyrrgreindum spurningum, heldur að fá vísindamenn, sem starfa að rannsóknum tengdum skógrækt, veiðimálum, jarðefnafræði, vatnafræði og vistfræði til þess að kynna og bera saman fyrirliggjandi þekkingu, kynnast viðhorfum og rökum hvers annars og hugsanlega ná samstöðu um skipulagðari þekkingarleit á þessu sviði hérlendis.
Með þessu bréfi viljum við undirritaðir bjóða þig velkominn á ráðstefnuna.
f.h. Vesturlandsskóga, Sigvaldi Ásgeirsson
f.h. Mógilsár, Aðalsteinn Sigurgeirsson
f.h. Veiðimálastofnunar, Sigurður Guðjónsson
Fyrirlesarar verða:
- Dr. Eva Ritter, skógvistfræðingur og jarðefnafræðingur, Center for Skov, Landskab og Planlægning, Afd. for anvendt Økologi Eva Ritter [ritter@kvl.dk]
- Dr. Colin Bean, ráðgjafi við Náttúruverndarstofnun Skotlands (Advisory Services, Scottish Natural Heritage) [colin.bean@snh.gov.uk]
- Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur, Auðlindadeild Orkustofnunar [fs@os.is]
- Dr. Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur, Raunvísindastofnun H.Í. [sigrg@raunvis.hi.is]
- Dr. Gísli Már Gíslason, prófessor, Líffræðiskor H.Í. [gmg@hi.is]
- Dr. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar [sg@veidimal.is]
- Kristinn Einarsson, vatnafræðingur, Vatnamælingum Orkustofnunar [ke@os.is]
- Stefán Óli Steingrímsson, líffræðingur, Hólaskóla ? Háskólanum á Hólum [stefan@holar.is]
- Arnór Snorrason, skógfræðingur, Rannsóknastöð skógræktar - Mógilsá [arnor@skogur.is]
- Dr.Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur, Rannsóknastöð skógræktar - Mógilsá [bjarni@skogur.is]
- Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógerfðafræðingur, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar - Mógilsá [adalsteinn@skogur.is]
Fundarstjórar/?samantektarmenn?:
-
Dr. Torfi Jóhannesson, rannsóknastjóri, Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri [torfi@hvanneyri.is]
-
Dr. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Rannsóknastöð skógræktar - Mógilsá [gudmundur@skogur.is]
Vesturlandsskógar, Skógrækt ríkisins ? Mógilsá, Veiðimálastofnun, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Félag skógarbænda á Vesturlandi standa fyrir ráðstefnunni.
Markmið ráðstefnu:
· Að skilgreina göt í þekkingu hvað snertir vistfræðileg áhrif skóga og skógræktar á lífríki ferskvatns
· Að fá vísindamenn, sem starfa að rannsóknum tengdum skógrækt, veiðimálum, jarðefnafræði, vatnafræði og vistfræði til þess að kynna og bera saman fyrirliggjandi þekkingu og kynnast viðhorfum og rökum hvers annars
· Að ná samstöðu um skipulagða þekkingarleit á þessu sviði hérlendis, í því augnamiði að nýting ferskvatns til veiða og nýting lands til skógræktar megi þrífast í góðri sátt
Hverjum er ráðstefnan ætluð?
Ráðstefnan er öllum opin. Reiknað er með góðri þátttöku vísindamanna á sviði skógræktar, veiðimála, jarðefnafræði, vatnafræði og vistfræði auk fagfólks á sömu sviðum. Sérstaklega er hvatt til þátttöku skógarbænda, veiðibænda og áhugafólks um skógrækt og veiðimál.
Dagskrá:
Fimmtudagur 15. janúar 2004:
12:00-12:40 Hádegisverður
12:40-12:50 Afhending ráðstefnugagna
12:50 Ráðstefna sett [N.N.]
13:00-14:00 Eva Ritter: Biogeochemistry and water quality of forest ecoystems of Northern Europe [Líf-jarðefnafræði og vatnsgæði skógarvistkerfa Norður-Evrópu]
14:00-14:40 Freysteinn Sigurðsson: Grunnvatn, skógur og gæði vatns
14:40-15:30 Sigurður Reynir Gíslason: Snefilefni og grunnframleiðni í íslenskum vötnum
15:30-16:00 Kaffihlé
16:00-16:40 Kristinn Einarsson: Gróður og hringrás vatnsins
16:40-17:20 Gísli Már Gíslason: Dýrasamfélög í ám og lækjum með tilliti til gróðurs og skógarþekju á vatnasviðinu
17:20-18:15 Umræður og fyrirspurnir
Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka
Föstudagur 16. janúar:
7:30-8:30 Morgunverður
8:30-10:00 Colin Bean: Forestry and Freshwater Fish in Scotland: Assessing Impacts and Seeking Solutions [Skógrækt og ferskvatnsfiskistofnar á Skotlandi; mat á umhverfisáhrifum og leit að lausnum]
10:00-10:30 Kaffihlé
10:30-11:10 Aðalsteinn Sigurgeirsson: Staða, straumar og horfur í skógvæðingu Íslands
11:10-11:50 Sigurður Guðjónsson: Skógarþekja og fiskframleiðsla í ám
11:50-12:50 Matarhlé
12:50-13:30 Stefán Óli Steingrímsson: Hugsanleg áhrif skóga á atferli og stofnvistfræði laxfiska í straumvatni
13:30- 14:10 Bjarni Diðrik Sigurðsson: Vatnið og skógurinn: niðurstöður mælinga á íslenskum skógræktarsvæðum
14:10-14:30 Arnór Snorrason: Íslensk skógarúttekt ? vöktun á eðli og útbreiðslu íslenskra skóga
14:30-14:50 Arnór Snorrason: ?Skógrækt í sátt við umhverfið?- leiðbeiningar um skógrækt og vatnsvernd
14:50-15:30 Pallborðsumræður, fyrirspurnir og umræður
15:30-16:00 Kaffihlé
16:00-16:30 Torfi Jóhannesson og Guðmundur Halldórsson: Samantekt
16:30 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnugjald kr. 8.000 (Innifelur allan mat, þ.m.t. hátíðarmálsverð á fimmtudagskvöldið).
Hægt er að gista í eins eða tveggja manna herbergjum.
Verð á gistingu:
Tveggja manna herb. með handlaug - 2000 kr. pr. mann
Tveggja manna herb. með baði - 3400 kr. pr. mann
Eins manns herb með baði - 4000 kr. pr. mann
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í ráðstefnunni eru beðnir um að senda þátttökutilkynningar til vestskogar@vestskogar.is Eins er hægt að hringja í Guðmund Sigurðsson eh. í síma 433-7054 / 862-6361 eða Sigvalda Ásgeirsson í síma 433-7052 / 898-2190, í síðasta lagi þriðjudaginn 6. janúar 2004. Jafnframt því að tilkynna um þátttöku er fólk beðið um að greina frá því, hvernig gistingu það kýs og að spyrða sig saman í herbergi, ef menn vilja vera í tveggja manna herbergi.
Þeir þátttakendur sem óska eftir að kynna veggspjöld á ráðstefnunni skulu setja sig í samband við Sigvalda eða Guðmund.