Ræða Guðna Ágústssonar á Norrænni skógarráðstefnu
Gildi skógarins fyrir nærsamfélög á Norðurlöndum

Mynd: Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra flytur hér ávarp á norrænni ráðstefnu um gildi skóga fyrir nærsamfélög á Norðurlöndunum. Á myndinni má einnig sjá Lise Lykke Steffensen, ráðgjafa á sviði landbúnaðar- og skógræktarmála hjá Norrrænu ráðherranefndinni.

Dagana 29-30. ágúst 2005 var haldin í Nødebo á Sjálandi norræn ráðstefna með yfirskriftinni; Gildi skógarins fyrir nærsamfélög á Norðurlöndum. Ráðstefnan var haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og fjallaði um skógrækt og þýðingu skóga fyrir byggðir og sveitarfélög, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli.  Ráðstefnuna sóttu ráðherrar skógarmála á öllum Norðurlöndunum og/eða fulltrúar þeirra.  Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra leiddi íslensku sendinefndina og flutti tvö ávörp. Hið fyrra þessara ávarpa má lesa HÉR.