Útförin gerð frá Egilsstaðakirkju og jarðsett á Hallormsstað

Sigurður Blöndal, skógfræðingur og fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum þriðjudaginn 26. ágúst á nítugasta aldursári. Skógræktarfólk minnist látins forystumanns með þakklæti fyrir atorku hans og öflugt starf að skógrækt og landbótum í áratugi. Á meðfylgjandi mynd sést Sigurður eins og margir muna hann, á góðum degi í hópi skógræktarfólks í fallegum skógi við Jökullæk í Hallormsstaðaskógi.

Sig­urður verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 13. Jarðsett verður á Hallormsstað.

Sigurður Blöndal.">

Sigurður Blöndal var fæddur 3. nóv­em­ber 1924 í Mjó­a­nesi í Valla­hreppi. Foreldrar hans voru Sigrún­ Páls­dótt­ir Blön­dal skóla­stýra og Bene­dikt Gísli Magnús­son­ Blön­dal, bóndi og kennari.

Sig­urður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1945 og cand.phil.-prófi frá HÍ 1946. Hann út­skrifaðist sem skóg­tækni­fræðing­ur frá Statens Skogskole í Steinkjer í Nor­egi 1948 og var skóg­fræðikandí­dat frá Nor­ges Land­bruks­hogskøle 1952. Sig­urður vann sem sér­fræðing­ur hjá Skóg­rækt rík­is­ins frá 1952-1955 og var skóg­ar­vörður á Aust­ur­landi 1955-1977. Hann var skóg­rækt­ar­stjóri 1977-1989.


Sig­urður vann einnig við kennslu og sat í fjölda nefnda. Hann var stunda­kenn­ari við Hús­mæðraskól­ann á Hall­ormsstað 1955-1967 og við Barna- og ung­linga­skól­ann á Hall­ormsstað 1969-1971. Hann var kenn­ari við bú­vís­inda­deild Bænda­skól­ans á Hvann­eyri 1979 og 1989-1991 og kenndi einnig við Garðyrkju­skóla rík­is­ins á Reykj­um í Ölfusi 1989-1991. Hann var stund­ar­kenn­ari við HÍ, land­fræðiskor, 1985-1991 og við Mennta­skól­ann á Eg­ils­stöðum, nátt­úru­fræðibraut, 1993-1994 og 1997-1998. Sig­urður sat m.a. í land­nýt­ing­ar- og land­græðslu­nefnd sem und­ir­bjó land­græðslu­áætlun 1974-1978, 1971-1974, í Nátt­úru­vernd­ar­ráði 1978-1984 og var varaþingmaður Aust­ur­lands fyr­ir Alþýðubanda­lagið 1971-1978. Hann sat á alls­herj­arþingi SÞ 1973 og 1975 og í stjórn Nor­ræna skóg­rækt­ar­sam­bands­ins 1982-1989.

Sig­urður var kjör­inn fé­lagi í Kungliga Skogs- och lant­bruksaka­demien í Stokk­hólmi 1981. Árið 1989 var hann, ásamt eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni Guðrúnu Sig­urðardótt­ur, gerður heiðurs­fé­lagi í Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands. Sig­urður var gerður heiðurs­fé­lagi í Skóg­rækt­ar­fé­lagi Aust­ur­lands 1998.

Sig­urður og Guðrún eignuðust þrjú börn; Bene­dikt Gísla, Sigrúnu og Sig­urð Björn.


Announcement of death:

Mr. Sigurður Blöndal, forester and former Director of the Icelandic Forest Service, passed away on August 26th in Egilsstaðir East-Iceland. He was just a few months short of his ninetieth birthday.

Sigurður was born November 3, 1924 at Mjóanes  in Vellir parish, East-Iceland, son of Sigrún Pálsdóttir Blöndal school principal and Benedikt Gísli Magnússon Blöndal teacher and farmer.

Sigurður graduated from MA College of Akureyri in 1945 and took a cand.phil. degree from the University of Iceland  in 1946. In the following years he studied forestry sciences in Norway, first in Steinkjer at the Statens skogskole, where he graduated as forest  technician in 1948, and subsequently at Norges Landbrukshogskøle in Ås(now the Norwegian University of Life Sciences). There he finished as a Forestry Degree (Candidate, MF) in 1952. Sigurður worked as a researcher at the Iceland Forest Service (Skógrækt ríkisins) from 1952 to 1955 and was Forest Ranger in East Iceland from 1955 to 1977. Sigurður was Director of the Iceland Forest Service from 1977 to 1989.

Sigurður had a career in teaching as well and also served on various committees through the years. He was a lecturer at the Home Economics School  in Hallormsstaður 1955-1967 and at the elementary school there from 1969 to 1971. He was a teacher at the Agricultural College at Hvanneyri in 1979 and from 1989 to 1991. He also taught at the State Horticultural College in Reykir Ölfus in the years 1989-1991, served as instructor at the Geography Department  of the University of Iceland  1985-1991 and taught natural sciences at the College of Egilsstaðir 1993-1994 and 1997-1998. Sigurður sat on the official Land Use and Soil Conservation Committee that prepared the Iceland Soil Conservation Plan 1974-1978, 1971-1974, 1978-1984, and on the Nature Conservation Committee Náttúruverndarráð. He was a deputy member of the Parliament of Iceland  1971-1978 for the left-wing party Alþýðubandalagið. He attended the UN General Assembly in 1973 and 1975, and was a member of the board of the Nordic Forestry Association from 1982 to 1989.

Sigurður was elected a member of the Royal Swedish Forestry and Agriculture Academy in Stockholm in 1981, (Kungliga Skogs- och lantbruksakademien). In 1989, he, along with his surviving wife Guðrún Sigurðardóttir, was made ​​an honorary member of the Iceland Forest Association (Skógræktarfélag Íslands). Moreover Sigurður was made honorary member of the East-Iceland Forestry Association in 1998 (Skógræktarfélag Austurlands).

Sigurður and Guðrún had three children; Benedikt Gísli, Sigrún and Sigurður Björn.