Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í 7. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina.

Dagurinn hófst á hinu árlega Skógarhlaupi þar sem hlaupin er 14 km leið um skóginn. Eftir hádegi hófst hin formlega skemmtidagskrá. Meðal atriða má nefna skógarpúkana Pjakk og Petru, tónlistaratriða með Bjartmari Guðlaugssyni og Ingó úr Veðurguðunum. Einnig fór fram Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi og hana vann Lárus Heiðarsson, nú í fimmta sinn. Boðið var upp á heilgrillað naut, pylsur, ketilkaffi, lummur og fleira góðgæti. Áætlað er að rúmlega 1.200 gestir hafi heimsótt Hallormsstaðaskóg á Skógardaginn mikla.

Skógardagurinn mikli 2011

Skógardagurinn mikli 2011

Skógardagurinn mikli 2011


Texti og myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir