Skógrækt ríkisins á Hallormsstað auglýsti í dag eftir tilboðum í grisjun á 3.7 ha lerkiskógi á Hafursá.  Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Skógræktin býður út slíka vinnu. 

Er hér kærkomið tækifæri fyrir skógarbændur sem hafa aflað sér reynslu við skógarhögg en á undanförnum árum hefur nokkur hópur skógarbænda, sem eru í Héraðsskógum, unnið við grisjun á hverjum vetri.  Við hvetjum þá eindregið til að taka þátt í útboðinu.