Í tveimur sjónvarpsinnslögum í vikunni var fjallað um starfsemi Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og eru þau aðgengileg á vef RÚV.

Það fyrra, sem sýnt var í Landanum sl. sunnudag, fjallaði um kyndistöðina á Hallormsstað og m.a. var rætt við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað.

Seinna innslagið var í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld fjallaði um viðarsögun og -vinnslu á Hallormsstað. Var m.a. sagt frá nýrri viðarsög sem flutt var til landsins í apríl og fjallað var um í stuttu myndbandi hér á skogur.is.


Mynd og texti: EÖG