Sunnudaginn 17. ágúst kl. 14:00 halda Skógrækt ríkisins og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs seinni skógartónleika sumarsins. Að þessu sinni mun Sniglabandið leika í Mörkinni á Hallormsstað ásamt Borgardætrum, á Hallormsstaðadegi Ormsteitis. Þetta eru tónleikar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

 

Miðaverð er aðeins kr. 1.500 en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Mögulegt er að tryggja sér miða í forsölu í BT á Egilsstöðum eða veitingaskálanum Laufinu á Hallormsstað. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.