Skógur í skipulögðu íslensku umhverfi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Skógur í skipulögðu íslensku umhverfi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa í fullt starf. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Skipulagsfulltrúi heyrir undir sviðstjóra skógarþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna að landshlutaáætlunum og gæðaviðmiðum í skógrækt
  • Umsagnir um opinber skipulagsmál, þ.m.t. mál er varða svæðis-, aðal-, og deiliskipulagsáætlanir og umhverfismat framkvæmda og áætlana
  • Mat á varanlegri skógareyðingu, útgáfu fellingarleyfa og gerð samninga um mótvægisaðgerðir
  • Upplýsingagjöf og aðstoð til sveitarfélaga og skipulagshönnuða um skógrækt í skipulagsáætlunum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Skógfræðimenntun
  • Reynsla á sviði skógræktar og skipulagsmála
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög góð hæfni í framsetningu upplýsinga á skrifaðri og talaðri íslensku
  • Hæfni í ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember nk.

Skógræktin hefur starfstöðvar um allt land og starfstöð skipulagsfulltrúa er samkomulagsatriði. Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þá sé starfsmönnum búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og alls skógræktargeirans.

Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Einnig hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

  • Starfshlutfall er 100%
  • Umsóknarfrestur er til og með 18.11.2022
  • Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Auglýsing um starf skipulagsfulltrúaNánari upplýsingar veita:

Hrefna Jóhannesdóttir - hrefna@skogur.is
Þröstur Eysteinsson - throstur@skogur.is

 

Sótt er um á Starfatorgi

Sækja um