Í síðstu viku var haldið stutt námskeið í stikklingarækt í grenndarskógi Háskóla Íslands í Öskjuhlíð á vegum starfsmannafélags HÍ. Þar miðlaði verkefnisstjóri Lesið í skóginn, ÓIafur Oddsson, af reynslu sinni af stikklingarækt á víði og berjaplöntum. Ágæt mæting var og reyndist áhuginn beinast að ræktun í lóðum og sumarbústaðarlöndum í þeim tilgangi að auka fjölbreytni og ekki minnst að geta gert hlutina af eigin rammleik. Ketilkaffi og kringlur voru að sjálfsögðu með í ferðinni.

frett_07052010_2

frett_07052010_3

frett_07052010_4


Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins