Joe Walsh, ráðherra landbúnaðar- og matvælaframleiðslu á Írlandi tilkynnti nýlega um hækkun ríkisframlags til skógræktarverkefna þar í landi.  Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 31% hækkun frá síðasta ári og verja Írar þannig 6 milljónum Evra (u.þ.b. 5,2 milljörðum ísl. króna) til málaflokksins á þessu ári. 

Ráðherrann segir þetta vera staðfestingu á vilja ríkisstjórnarinnar að standa þétt að baki þessari atvinnugrein.  Árleg gróðursetning Íra miðast við 10.000 hektara á ári.  Þetta markmið var sett fram árið 1948 af þáverandi ráðuneytisstjóra Seán MacBride, en 100 ára fæðingarafmælis hans verður minnst á árinu.

Þau verkefni sem eru mest aðkallandi segir Walsh vera vegagerð í landi þeirra skógarbænda sem þurfa að grisja land sitt á næstunni og bæta fyrir tjón þeirra bænda sem misstu skóglendi í  skógareldum sem víða geisuðu síðasta sumar.

 (Heimild: COFORD fréttabréfið, mars 2004, Volume 4 Number 3.)