Í gær 9. janúar fundaði starfsfólk þróunarsviðs Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum. Sérstakur gestur fundarins var Níels Árni Lund frá Landbúnaðarráðuneytinu. Á fundinum var fjallað um ýmis málefni og bar þar tvennt hæst. Ákveðið var að breyta nafni sviðsins úr þróunarsviði í Þjóðskógana. Á síðari árum hefur mest áhersla verið lögð á Þjóðskógana sem slíka og minni á þjónustu t.d. við gerð skógræktaráætlana fyrir skógræktarverkefnin, svo þessi nafngift hentar betur að flestra mati. Ennfremur var á fundinum ákveðið að halda veglega upp á afmæli bæði laga um skógrækt sem sett voru árið 1907, sem og stofnun Skógræktar ríkisins vorið 1908. Skógrækt ríkisins er með eldri ríkisstofnunum hér á landi og elsta stofnun Landbúnaðarráðuneytisins.