Í tengslum við alþjóðlegan dag skóga er efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem sigurvegarar hljóta spjaldtölvu í verðlaun. Myndirnar eiga að sýna tré sem þátttakendum þykir gefa lífi sínu gildi og stuðla að velsæld. Keppt er í þremur aldursflokkum, barna, ungmenna og fullorðinna. 

Alþjóðlegur dagur skóga er 21. mars. Í þetta sinn er þema dagsins endurreisn skóga - leið til bata og velsældar. Fólk er hvatt til að vekja athygli á deginum með því að deila ljósmynd af tré sem því finnst stuðla að velsæld sinni og gefa lífinu gildi. Með því að senda mynd verður fólk þátttakendur í ljósmyndasamkeppni alþjóðlegs dags skóga 2021.

Heilbrigð tré og skógar stuðla að heilbrigði mannfólksins. Skógar hafa í för með sér ýmislegt gott sem stuðlar að góðri heilsu allra á jörðinni. Þeir hreinsa loftið og gefa næringarríkan mat, efni til lyfjagerðar, hreint vatn og vettvang til útivistar. Hvað gerir þitt tré fyrir þig? Lýstu því sem gefur þessu tré gildi fyrir þig og þú gætir unnið spjaldtölvu!

Frestur til að senda inn myndir rennur út 12. mars kl. 11 að íslenskum tíma.

Innsendar myndir verða verðlaunaðar í þremur flokkum:

  • Börn á aldrinum 6 til 14 ára
  • Ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára
  • Fullorðnir, 25 ára og eldri

Hvernig ber ég mig að?

  1. Taktu mynd af tré sem stuðlar að vellíðan og velsæld fyrir þig
  2. Fylltu út þátttökueyðublaðið á vefsíðu alþjóðlegs dags skóga
  3. Deildu myndinni þinni á samfélagsmiðlum með myllumerki dagsins: #IntlForestDay

Það hjálpar til við að breiða út boðskapinn um keppnina ef þú deilir tilheyrandi samfélagsmiðlakorti því að tísta og endurtísta með eftirfarandi tístum:

Tíst

  • Hylltu tré sem gefur lífi þínu gildi og stuðlar að velsæld þinni með því að taka þátt í ljósmyndasamkeppni alþjóðlegs dags skóga og þú getur unnið spjaldtölvu! http://bit.ly/3q85HNo #IntlForestDay
  • Heilbrigð tré og skógar stuðla að heilbrigði mannfólksins! Taktu þátt í ljósmyndasamkeppninni #IntlForestDay og lýstu tré sem bætir heilsu þína og velsæld! http://bit.ly/3q85HNo
  • Þú gætir unnið spjaldtölvu með því að deila mynd af tré sem bætir líf þitt! http://bit.ly/3q85HNo #IntlForestDay

Endurtíst

Skoðaðu síðu keppninnar til að fræðast meira um hana:

Fyrirvari:

Þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa samþykki foreldra sinna eða forráðamanna til þátttöku í keppninni. Fylla þarf út staðfestingareyðublað og senda í tölvupósti til IDF@fao.org.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson