Í gærkvöldi fór fram á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Gerðuberg kynning á Lesið í skóginn og ferskum viðarnytjum á svokölluðu handverkskaffi sem er haldið mánaðarlega undir merkjum mismunandi þemu.

Að þessu sinni stóð yfir sýning á munum frá ýmsu tréhandverkfólki, m.a. nokkrar lóur í fullri stærð eftir Hafþór á Hólmaavík en þær seldust um leið og þær komu í hús. Hafþór er sem kunnugt er öflugur fuglatálgari og tálgar m.a. í ferskan við.
Fjölmargir sóttu kynninguna, t.d. nokkrir foreldrar með börn sín sem höfðu áhuga á að læra tálgutæknina til að geta síðan unnið með börnum sínum við tálgun í frístunum. Ólafur Oddsson kynnti helstu þætti í ferskra viðarnytja og sýndi unna gripi úr mismunandi viðartegundum. Félagar í Kvæðafélaginu Iðunni fluttu rímur fyrir gesti og fengu sér síðan kaffi með viðstöddum.


Mynd og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins