(Mynd: Hreinn Óskarsson)
(Mynd: Hreinn Óskarsson)
Umhverfisráðherra heimsótti Þórsmörk og Goðaland í boði Skógræktar ríkisins til að skoða áhrif öskugossins í Eyjafjallajökli á birkiskóga á svæðinu. Var hópurinn einstaklega veðurheppinn, logn og sól mestan hluta ferðar og haustlitir í algleymingi. Með í för voru skógarvörðurinn á Suðurlandi, skógræktarstjóri, gestir úr Umhverfisráðuneytinu, fulltrúar Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar. Skoðuð voru áhrif öskunnar á birkiskóga á svæðinu, en birkiskógarnir virðast ekki hafa borið neinn skaða af öskufalli úr Eyjafjallajökli. Þvert á móti virðist spretta skógargróðurs hafa verið með allra besta móti, hvort sem það er eingöngu vegna ákaflega hlýs sumars eða einnig vegna áburðaráhrifa af öskunni.

Var niðurstaða ferðarinnar að sú endurheimt birkiskóga sem unnið hefur verið að sl. 90 ár af Skógræktinni, og með samvinnu við Landgræðslu ríkisins síðan 1990, hafi komið í veg fyrir mikið öskufok á Þórsmerkursvæðinu. Í stað þess að fjúka burt liggur askan á skógarbotninum og mun í framtíðinni sjást sem efsta öskulagið af mörgum sem finnast í jarðvegi í skógum á svæðinu. Er þessi góði árangur á svæðinu hvatning til skógræktarmanna um að efla endurheimt birkiskóga víðar um land t.d. Hekluskóga.

frett_08102010_IMG_8015

Hópurinn stoppaði við Gígjökul en þar var öskuþykkt einna mest á svæðinu eða 5 cm. Þar var gróður lítill fyrir gos og öskufok mikið.













frett_08102010_IMG_8018
Því miður reyndist ekki mögulegt að heimsækja Þórsmörkina sjálfa, þ.e. Húsadal eða Langadal í ferðinni vegna þess að Krossáin rann í afar þröngum og djúpum farvegi og var ófær fyrir rútu hópsins. Eitt stærsta vandamálið í Mörkinni sjálfri í kjölfar gossins er hversu mikill öskuburður er í ánum og hafa ár verið óvenju erfiðar vegna þessa.








frett_08102010_IMG_8031
Bakkavarnir við Bása í Goðalandi voru skoðaðar en þær hafa staðist vatnavexti vel og varið gróðurlendi á aurunum framan við Bása. Rætt var hvernig halda mætti aftur af eyðingarmætti Krossárinnar með slíkum bakkavörnum, og hvort lengja ætti þessar varnir niður að Álfakirkju.









frett_08102010_IMG_8032
Haustlitir í nýjum skógum á Krossáraurum við Bása.














frett_08102010_IMG_8037
Reynir og Ingi, skálaverðir Útivistar í Básum, tóku vel á móti hópnum og sögðu frá ferðamennsku á svæðinu.













frett_08102010_IMG_8043
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt fríðu föruneyti. Frá vinstri standa Hafdís Gísladóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, Jón Geir Pétursson, skógfræðingur og Þórunn Elfa Sæmundsdóttir, ritari ráðherra.