Þessa dagana er unnið við að draga út grisjunarvið úr Víðivallaskógi.  Um er að ræða timbur sem grisjað var í fyrravetur en var ekki dregið út þá vegna óhagstæðs tíðarfars.

Trjábolirnir eru dregnir að slóð með skógarspili en Skógrækt ríkisins á Hallormsstað leggur til timburvagninn, sem sést á meðfylgjandi mynd.  Vagninn er með áföstum krana sem tínir upp bolina.  Efninu er svo safnað saman neðst í skóginum þar sem unnir eru girðingarstaurar úr því.