(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)

Síðari staðlotu námskeiðsins "Útinám og leikir í skógi" lauk með því að nemendur settu upp í grenndarskógi HÍ dagskrá fyrir fjörutíu 8 og 9 ára börn úr sumarstarfi ÍTR í Vesturbænum. Börnin voru nemendur í mismunandi skóla á svæðinu og þekktust því fæst frá því áður. Settar voru upp fimm ólíkar stöðvar sem allir barnahóparnir fimm sóttu, auk starfsmann sem með þeim komu. Nemendurnir skiptust á að stjórna ýmsum verkefnum í hópastarfinu. Allir höfðu hlutverk og tóku virkan þátt í starfinu. Samhliða aðalverkefnunum á stöðvunum voru börnin frædd um þema stöðvarinnar og svo þurftu börnin að svara spuringum sem tengdust viðfangsefninu. Hóparnir söfnuðu stigum og kepptu til úrslita í skógartengdum viðfangsefnum.

Tvær víkingaleikja stöðvar voru settar upp, ein um upplifanir og tjáningu, tálgustöð þar sem unnið var að skartgripagerð og á þeirri fimmtu bökuðu börnin kanilbrauð og fengu sér hressingu. Nemendur skiluðu tveimur tálguverkefnum, fugli og skreytingarpinna. Þau skila síðan í lokin tveim skriflegum verkefnum þar sem verkefni í skógartengda útináminu eru tengd kenningu og aðferðum í útinámi auk tengiga við námskrá. Námskeiðið var afar vel sótt og áhugi nemenda mikill og afraksturinn í samræmi við það. Þetta sumarnámskeið HÍ fyrir atvinnulausa nemendur virðist því hafa tekist með ágætum enda öll skilyrði hin ákjósanlegustu; veður, verkefni og umhverfi.

frett_01072010_10

frett_01072010_11

frett_01072010_12

frett_01072010_13

frett_01072010_2

frett_01072010_3

frett_01072010_4

frett_01072010_5

frett_01072010_6

frett_01072010_7

frett_01072010_8

frett_01072010_9

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins