Síðasti dagur ársins í útiskóla Stórutjarnaskóla fór fram í Vaglaskógi fyrr í þessari viku. Nemendur skoðuðu ýmsar ólíkar trjátegundir í trjásafninu, fylgdust með fuglum og sumir töldu sig hafa séð torkennilegar verur skjótast á milli tjánna. Auk þess var jólatré Stórutjarnaskóla skoðað, en það beið þess að vera flutt í skólann skömmu síðar.

 

Eftir gönguna bauð starfsfólk Skógræktar ríkisins á Vöglum hópnum inn í gróðrastöðina til að borða nestið sitt, heitt kakó og kökur. Sumir voru fegnir að geta yljað sér á tánum, en eitt af því sem áhersla er lögð á í ferðum af þessu tagi er að nemendur læri að klæða sig með tilliti til veðurs.

 

Hér að neðan má sjá hópinn í snæviþökktum skóginum.