Árið 2005 var fyrsta skógræktarfrímerkið gefið út og það prýddi mynd úr Hallormsstaðaskógi. Tveimur árum síðar voru tvö skógræktarfrímerki til viðbótar gefin út í tilefni af hundrað ára sögu skógræktar í landinu. Nú hefur fjórða og síðasta frímerkið í röð skógræktarfrímerkja verið gefið út og myndefnið að þessu sinni er Vaglaskógur. 

 

Öll frímerkin fjögur er hægt að kaupa í vefverslun Íslandspósts.