Borðlampar úr lerki sýndir á HönnunarMars

Dóra Hansen innanhúsarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði.

Í samtali við Fréttablaðið í dag, 24. mars, segist Dóra hafa lært að þurrka viðinn af Skógræktinni á Hallormsstað þar sem ekki sé bara verið að rækta heldur líka vinna viðinn. Ákveðin vakning sé meðal hönnuða um að nota íslenska viðinn en betur megi gera. Enn sem komið er séu ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum viði en þetta sé framtíðarfjársjóður hönnuða. HönnunarMars hefst formlega á miðvikudag, 26. mars, og stendur til 30. mars.

Sjá alla fréttina hér.

www.honnunarmars.is.