Vefsíðan "SilvaVoc" er orðabók, hugtakasafn og íðorðaforði sem nýbúið er að hleypa af stokkunum, á fjölbreytilegum sviðum skógræktarmála, útgefin á ensku, frönsku, spænsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku, ungversku, svahílí og japönsku.   SilvaVoc hefur verið unnin undir hatti IUFRO (International Union of Forest Research Organisations = Alþjóðasamband skógrannsóknastofnanna). 

Slóðin er:  http://www.iufro.org/silvavoc/ 

Þetta safn gefur góðan grunn að íslensku skógarhugtaka og íðorðasafni sem lengi hefur staðið til að setja saman.