Ný vefsíða um skógarafurðir aðrar en timburafurðir hefur verið opnuð í Skotlandi.  Þar er að finna ýmsar upplýsingar um hinar margbreytilegu afurðir sem skógar Skotlands gefa af sér.  Það er fleira en timbur sem kalla má skógarafurð.  Slík afurð er t.d. veiði og villibráð, ætar plöntur og sveppir, fræ, börkur, trjákvoða, litarefni og efni til handiðnar.  Margt annað er einnig hægt að kalla afurð skóga, útivist, kolefnisbinding, jarðvegs og vatnsvernd, skjól og svo mætti lengi telja.

Vefsíðunni er ætlað að efla framleiðslu og markað fyrir skógarafurðir af þessu tagi og þar er að finna upplýsingar um rannsóknir á þessu sviði og tengdar vefsíður.

Smelltu á slóðina:  http://www.forestharvest.org.uk/

Heimild:  Fréttabréf COFORD, Volume 4, Number 5 2004