Mynd: Ólafur Oddsson
Mynd: Ólafur Oddsson

Laugardaginn 5. júní var haldinn skógardagur í Þjórsárdalsskógi sem hluti af landnámsdeginum í Þjórsárdal. Fjöldi manns sótti skóginn heim og skoðaði nýja bálskýlið og eldstæðið sem var vígt þennan dag. Skógargestir gæddu sér á eldbökuðum pönnukökum og ketilkaffi á meðan að ungviðið synti í Sandánni sem var óvenju heit eftir hlýjindi undanfarinna daga. Ólafur Oddsson kynnti útskurð úr íslenskum trjáviði sem vakti mikinn áhuga ungra sem gamalla. Nýja bálskýlið í Þjórsárdal var smíðað að miklu leyti úr íslensku efni og sá Jóhannes H. Sigurðsson um smíðina ásamt starfsfólki Skógræktarinnar í Þjórsárdal. Sunnlenskir skógarmenn þakka Gnúpverjum og nærsveitungum kærlega fyrir heimsóknina.

frett_09062010_1

frett_09062010_2

frett_09062010_3

frett_09062010_4

frett_09062010_5

frett_09062010_6

frett_09062010_7


Myndir: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi
Texti: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi