Þegar sól hækkar á lofti og snjórinn og ísinn fara bráðna, vill hellast vorfiðringur yfir fólk og það fer að huga að vorverkunum.  Því miður draga bleyta, frosinn jarðvegur og yfirvofandi páskahret úr slíkum hugsunum sem og framkvæmdum.  Engu að síður er hægt að nota umframorkuna sem fólk hefur á þessum tíma í ýmislegt til að flýta fyrir eða skipuleggja vorframkvæmdirnar.  Eitt er að fara yfir og svara spurningalistanum um fyrirhugaðar framkvæmdir ársins sem Austurlandsskógar og Héraðsskógar sendu út í síðustu viku.  Spurningalistann má finna undir eyðublöð.  Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega hringið (471-2184).
Önnur leið til að nota tímann meðan beðið er eftir vorinu er að eyða tíma á veraldarvefnum.  Þar er að finna marga vefsíður um skógrækt og mikið að vormyndum. 

Hér eru nokkrar áhugaverðar slóðir:
www.forestdirectory.com/  mikið safn af slóðum
http://treelink.org
www.webdirectory.com/science/agriculture/forestry/
www.fao.org/forestry/index.jsp