Þórður J. Þórðarson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskógarvörður á Vesturlandi.  Þórður hóf störf hjá Skógrækt ríkisins árið 1982, og var þá hjá Ágústi Árnasyni fyrrverandi skógarverði í Hvammi í  Skorradal.  Þar var Þórður með hléum til ársins 1991, utan að vera í Haukadal sumarið 1986.  Þórður vann hjá Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá, frá árinu 1991 til hausts 1997. 

Þórður er menntaður sem skógarverkstjóri í Noregi og sem flugvirki í Bandaríkjunum.  Hann hefur störf 11. mars.  Skógarvörður á Vesturlandi er Birgir Hauksson.

Myndin er tekin sumarið 1992 þegar Þórður var við gróðursetningu aspartilraunar í Lönguhlíð í þáverandi Vallahreppi á Héraði.

Skógræktin býður Þórð velkomin til starfa.