Jón Loftsson skógræktarstjóri, segir lítið um skógrækt í kjörlendi mófugla og áhrif skógræktar á þá séu hverfandi. Þá þrífist aðrar fuglategundir vel í skógi.

Mófuglar búa margir á mýrlendi og öðru votlendi, á frjósömum láglendisstéttum, einnig í hrísmýrum í halla, innar á láglendi og á áreyrum. Þeim gæti fækkað verulega hérlendis á næstu árum, vegna skógræktar og virkjana, samkvæmt nýrri rannsókn. Lóan, spóinn og aðrir mófuglar eru þó ekki í útrýmingarhættu sagði Tómas G. Gunnarsson, líffræðingur í morgunfréttum í gær.

Jón Loftsson, skógræktarstjóri, segir að skógræktaráform eigi ekki að hefta viðkomu mófugla. Jón bendir á að mófuglar séu flestir farfuglar og við rannsóknir á viðkomu þeirra þurfi meðal annars að taka tillit til þess að þeir séu veiddir annars staðar.

Samkvæmt nýlegum rannsóknum Náttúrufræðistofnunar hafi svonefndur varpþéttleiki, fjöldi hreiðra á ákveðnu svæði, annarra tegunda en mófugla þrefaldast í kjölfar skógræktar.
 
Heyra má viðtal við skógræktarstjóra í morgunfréttum ríkisútvarpsins HÉR, og sjá má viðtal við hann í kvöldfréttum sjónvarps HÉR.
Einnig má nálgast nánari upplýsingar um núverandi og fyrirhugaða skógarþekju Íslands í tölum HÉR.