Nú eru um sjö erlendir skógræktarnemar í starfsþjálfun hjá Skógrækt ríkisins. Flest eru á Suðurlandi en einn á Hallormsstað. Nemendurnir fá að starfa við ýmis verkefni allt frá gróðursetningu upp í sérhæfð kortlagningarverkefni. Starfsnemarnir dvelja flestir í tvo til þrjá mánuði á landinu og hverfa svo aftur til náms. Í hópnum eru tveir Írar, tvær þýskar stúlkur, tvö frá Spáni og einn Dani. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta hópsins við störf á Þingvöllum í blíðunni í síðustu viku.