Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur á Mógilsá var með skógarsveppanámskeið og sveppagöngu fyrir almenning í Heiðmörk s.l. laugardag, 4. september. Námskeiðið var boðið fram sem haustganga Skógræktarfélags Reykjavíkur sem hefur umsjón með þessu vinsæla útivistarsvæði Reykvíkinga. Greinilegt er að mikill áhugi er á meðal almennings á þessum smávöxnu ?fylgifiskum? skógræktarinnar, því þátttakendur á námskeiðinu voru um 110 talsins.

Námskeiðisgögn dugðu ekki fyrir alla þátttakendur og er hægt að nálgast þau með því að smella hérna.

Að lokum eru hér nokkarar myndir frá námskeiðinu.

1. mynd. Hluti þátttakenda á skógarsveppanámskeiðinu (ljósmynd: Ágúst Haraldsson)

2. mynd. Á eftir námskeiðinu var farið í stutta sveppagöngu (ljósmynd: Ágúst Haraldsson)

Á námskeiðinu sýndi Bjarni Diðrik 12 tegundir ætisveppa og útskýrði hvar þeirra er helst að leita. A) kantarellur og gulbroddi,

B) kóngssveppur, flossveppur og rauðhetta

C) birkisveppur og lerkisveppur

(Ljósmyndir Ágúst Haraldsson og Bjarni Diðrik Sigurðsson)