Þriggja manna þáttagerðarlið frá franska ríkissjónvarpinu heimsótti skógræktarfólk á Héraði 18 september s.l. Voru þau að taka upp efni fyrir gerð heimildamyndar um íslenska skógrækt svipað og Kanadíska ríkissjónvarpið gerði fyrir ári síðan. Plöntuuppeldi var skoðað í Barra, gróðursetning filmuð bak og fyrir að Stóra-Sandfelli, kolefnisrannsóknir kannaðar á Vallanesi og að sjálfsögðu farið í Hallormsstaðaskóg.