Haustgróðursetning hjá Héraðs- og Austurlandsskógum er að byrja.   Mánudaginn 16. ágúst mega skógarbændur fara að sækja plöntur frá gróðrarstöðvum. 

Einhver töf verður á því að hægt verði að afhenda lerki en reiknað er með að lerkið verði tilbúið til afhendingar eftir rúmlega tvær vikur.  Lerkið verður afhent frá Mörkinni í Hallormsstað.  Aðrar tegundir svo sem birki, fura og greni verða afhentar frá Barra. 

Þeir bændur sem hafa hug á að gróðursetja núna í haust eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Héraðs- og Austurlandsskóga.