Flytja „Vor við flóann“ og fleiri lög Jóns Sigurðssonar

Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar flytja lög Jóns Sigurðssonar á tónleikum sem haldnir verða í trjásafninu á Hallormsstað sunnudaginn 23. júlí kl. 14.

Flutt verða alkunn lög eftir Jón á borð við Vor við flóann, Ég er kominn heim, Kvöldsigling, Í rökkurró og fleiri. Sérstakur gestur þeirra verður borgfirski söngvarinn og gítarleikarinn með meiru, Magni Ásgeirsson. 

Miðar verða seldir á staðnum og kosta 2.000 krónur en eldri borgarar og öryrkjar borga 1.500. Ókeypis verður fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.