Skógfræðineminn Tumi Traustason sem er við nám í Fairbanksháskóla sendi eftirfarandi pistil.

Skógareldar ógna byggð í Alaska
Gríðarlegir skógareldar hafa geysað í innsveitum Alaska nú fyrripart sumars. Á síðustu vikum hafa tæpir 16 þúsund ferkílómeterar af skóglendi brunnið eða sem samvarar vel rúmlega tíföldu flatarmáli alls skóglendis á Íslandi. Enn brenna eldar á meir en 100 svæðum og þrátt fyrir að sumarið sé hvergi nærri liðið hefur meira skóglendi aðeins einu sinni orðið eldum að bráð á síðastlíðnum fimmtíu árum. Fleiri en 2000 slökkuliðsmenn eru nú að störfum víðsvegar um fylkið með flugvélar, þyrlur og stórvirkar vinnuvélar sér til fulltingis.  Nokkuð eignatjón hefur orðið af eldunum þrátt fyrir mikinn viðbúnað en engin meiriháttar slys hafa orðið á fólki.


Skógareldar, hluti af náttúrunni
Skógareldar eru náttúrulegur hluti af vistkerfi barrskógabeltisins og það er hvorki nauðsynlegt né mögulegt að útrými þeim með öllu. Vistfræðirannsóknir seinustu ára hafa sýnt fram á að skógareldar eru afar mikilvægur þáttur í að viðhalda heilbrigðu og fjölbreyttu skógvistkerfi.  Skógareldar eyða sjaldnast öllum gróðri þegar þeir fara um, heldur skapa þeir fjölbreytilegan skóg þar sem skipast á ungir og gamlir lundir, barrtré og lauftré.  Í kjölfar skógarelda vex upp þróttmikill ungskógur sem er kjörlendi fyrir margar dýrategundir allt frá hérum til elgdýra.  Margar tegundir barrtrjáa svo sem svartgreni og stafafura eru svo aðlagaðar skógareldum að könglar þeirra opnast fæstir fyrr en að þeir hafa lennt í háum hita sem einmitt gerist í skógareldum.  Smávaxnar fræplönturnar eiga þá mun meiri möguleika á að vaxa og dafna í auðri jörð án samkeppni, heldur en af þær yrðu að vaxa upp úr hefbundnum botngróðri í óbrunnum skógi. 

Viðbrögð við skógareldum
Æskilegast væri að skógareldra fá að brenna sem mest óáreittur og nátturunni þannig leyft að hafa sinn gang.  Vandamálin skapast hins vegar þegar skógareldar brenna nærri byggð.   Í Alaska hefur fylkinu verið skipt niður mismunadi viðbragðssvæði eftir því hversu mikil hætta er á ferð ef eldur kviknar í hverju þeirra.  Á óbyggðum svæði fjarri mannabyggðum eru eldum leyft að brenna án afskipta.  Í dreifbýli er reynt að verja mannvirki, en reynt er að slökkva alla elda sem kvikna nærri byggð án tafar.  Þetta skipulag virkar að jafnaði vel, en í ár hefur óvenjulega þurrt og heitt veður gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir. 
Sem dæmi um þetta má nefna svonefndan Jaðarseld (Boundary fire) sem kviknaði fyrrihluta júní í 85 kílómetra frá Fairbanks, næststærsta bæ í Alaska með 85 þúsund íbúa.  Eldurinn var svo fjarri að bænum að hann var ekki talin skapa hættu svo aðeins var fylgst með honum en ekki reynt að slökkva hann.  Fyrstu vikurnar brann hann rólega í áttina frá bænum, þar til hann var kominn í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð.  Þá breyttist veðrið skyndilega og við tóku tvær vikur þar sem hitinn var um og yfir 30gráður, úrkoma alls engin og stífur vindur blés í átt að bænum.  Fyrr en varði var Fairbanks hulið svo þykkum reykjarmekki að ekki sjást milli húsa og eldurinn sem nú hafi breytt um stefnu nálgaðist óðfluga.  Þrátt fyrir að lýst væri yfir neyðarástandi og slökkvuliðsmenn kallaðir til, ekki bara frá öllu Alaska heldur var mannskapur og búnaður fluttur þvert yfir meginland Norður Ameríku frá öðrum fylkjum Bandrikjana, varð ekkert við ráðið.  Slökkvuliðsmenn reyndu eftir megni að verja mannvirki sem stóðu í vegi eldsins en réðu engan vegin við að stöðva hann.  Þegar verst lét brann eldurinn í átt að bænum í gegnum þéttan svartgreni skóg með fimm kílómetra hraða á hverjum klukkutíma.  Loks þegar eldurinn átti innan við 20 kílómetra eftir ófarna og farið var að rýma úthverfi breytist veðrið til hins betra.  Vindurinn snérist, loftraki jókst og hitinn lækkaði.  Við þessi umskipti í veðrinu tók loks að stöðva framgang eldsins, en svo mikið er umfang hans að ekki er búist við að hann slokkni að fullu fyrr en í haust rignigum.   Þrátt fyrir að Fairbanks sé úr hættu í bili brenna enn eldar víða um fylkið og ógna smærri þorpum.  Seinast í dag voru íbúar í þorpum frá Yukon ánni að landmærum Kanda varaðir við að hýbílí þeirra væru í hættu og þeir gætu þurft að flýja heimili sín á næstu dögum ef ekki tekst að ráða við elda sem brenna á svæðunum.

Munu skógareldar verða vandamál á Íslandi?
Er spurning sem kann að vakna í ljósi aukinar skógræktar á Íslandi. Þó svo að allir skógar jafnt innlendir birkiskógar sem skógar vaxnir barrtrjám geti brunnið er ólíklegt að skógareldar verði vandamál miðað við núverandi veðurfar. Flestir skógareldar kvikna út frá eldingum sem eru fátíðar á Íslandi. Útbreiðsla skógarelda fer mjög eftir veðri, í mikilli
þurrkatíð geta stór landflæmi brunnið á skömmum tíma en þegar gróður er votur og loftraki er hár eins og venju ber til hérlendis slokkna margir sjálfkrafa eða breiðast lítið út.  Á strandsvæðum Alaska, heimkynnum Alaskaasparinnar og Sitkagrenisins þar sem veðurfari svipar mjög til þess gerist á Íslandi eru skógareldar fátíðir og tjón af völdum þeirra sára sjaldgæft.  Hins vegar er ekki úr vegi að huga að skógareldum þegar nýskógrækt er skipulögð.  Vegir, rjóður, lækir, skurðir og hvaðeina sem brýtur skógin upp eykur ekki aðeins aðgengi, heldur skapar líka tækifæri til að stýra eldi ef hann kynni að kvikna af slysni.  Í framtíðinni kann eldur að verða notaður til að örva endurnýjun skógar.  Plöntur sem vaxa beint upp af fræi hafa heilbrigðara og betra rótarkerfi en bakkaplöntur auk þess sem tilkostnaður ætti að vera minni.  Skógarmenn á Íslandi ættu því að huga að skógareldum til framtíðar jafnt sem nytsamlegs bandmanns sem hugsanlegs skaðvalds.
 
 
Meira um skógarelda í Alaska http://fire.ak.blm.gov    http://gina.alaska.edu