Mynd: Akureyri (af vefsíðu norræna ráðherraráðsins; www.norden.org).

Á fundi sjávarútvegs-, landbúnaðar-, skógræktar- og matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var á Akureyri s.l. föstudag var gert samkomulag um ýmis málefni sem eru mikilvæg fyrir stefnumörkun um sjálfbæra þróun. Þessi mál verða á dagskrá Norðurlandaráðsþingsins sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 1. ? 3. nóvember n.k. Ráðherranefndin ákvað meðal annars að styrkja aðgerðir á tveimur sviðum: skógræktarrannsóknir og rannsóknir á matvælum en þessar aðgerðir eiga að verða fyrirmynd fyrir áframhaldandi þróun á sviði rannsókna sem ráðherranefndin styrkir.

Ráðherrarnir samþykktu nýja stefnu í því skyni að varðveita norræna erfðaefnasafnið. Nú verður stefnan umfangsmeiri þannig að hún nær einnig til fiska og fiskeldis auk erfðaefnis úr landbúnaði og skógrækt.

Ráðherrarnir lögðu einnig áherslu á mikilvægi skógarins fyrir umhverfi, menningu og efnahagslega þróun á Norðurlöndunum. Ráðherrarnir samþykktu að efla norrænt samstarf að því er lýtur að framtíðarmöguleikum skógræktar, og vænta þess að haldin verði skógræktarráðstefna með þátttöku ráðherra um framtíð trjá- og skógræktar undir formennsku Dana á árinu 2005.

Sjá nánar:

Norræn samstaða veitir lífsgæði og lífsfyllingu

Nýjar norrænar samstarfsyfirlýsingar

Akureyrar-yfirlýsingin um möguleika skógræktar og hlutverk skóga í samhengi við loftslagsbreytingar (á sænsku)