Skógaráðstefna NordGen 2017 í september

Fjallað verður um nýsköpun og endurnýjun skóga á skógaráðstefnu NordGen sem haldin verður 19.-20. september í Silkeborg í Danmörku.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við danska skógarplöntuframleiðendur og náttúrufræðistofnun Danmerkur. Yfirskriftin er á ensku „Innovation and forest regeneration“ eða nýsköpun og endurnýjun skóga og ráðstefnan fer fram á hótelinu Scandic Silkeborg.

Fjallað verður um nýjar leiðir til nýtingar á trjáviði, ýmis úrlausnarefni sem blasa við hefðbundnum úrvinnslugreinum og hvernig bæta má samspil þessara þátta með réttu tegundavali við endurnýjun skóga. Greint verður frá ýmsum nýsköpunarverkefnum sem snerta endurnýjun skóga og hvernig reynslan af þeim er. Jafnframt verða sögð tíðindi af nýlegum rannsóknarniðurstöðum sem gætu átt þátt í að breyta skógrækt og skógarnytjum á komandi árum.

Skráningu lýkur 15. August 2017!