Örnefni á Íslandi sem tengjast skógi eða trjám kannast allir við.

Mörg þeirra eru orðin svo rótgróin í málinu að menn hugsa oft ekki lengur út í hina raunverulegu merkingu örnefnisins.

Skógrækt ríkisins hefur nýlega fengið aðgang að landupplýsingagrunni (IS 50V) Landmælinga Íslands. Í þeim grunni eru meðal annars upplýsingar um staðsetningu um 40.000 örnefna á Íslandi. Gaman er að skoða þessar upplýsingar og má ýmislegt ráða í þær.

Samkvæmt grunninum þá kemur orðið "greni" fyrir 25 sinnum í ýmsum myndum. Örnefnið er sérstaklega bundið við Austurland, en kemur þó fyrir nokkuð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Á tveimur stöðum á Norðvesturlandi og svo á einum stað á Suðurlandi.

Orðið tekur á sig nokkrar myndir :

Greni

Greniás

Grenisalda

Grenisgil

Grenishjall

Grenishjalli

Grenihnaus

Grenishnjúkur

Grenishvammshryggur

Grenishöfði

Grenismór

Grenistindur

Grenistorfur

Grenisöxl

Grenitrésnes (Í Þorskafirði)

Grenivík

Grenivíkurfjall

Grenivíkurtungur

Greniás

Merkisgreni

Skollagrenisfjall

Skollagrenisás

Ytri-Grenivík

Eftir nokkra skoðun virðist þó sem örnefnið vísi í flestum tilfellum á ból tófunnar, en örnefnið Grenjar... kemur þar um 17 sinnum fyrir. Önnur örnefni tengd skógum og trjám má finna í grunninum í mörgum myndum og formum.

En þar koma eftirfarandi orð fyrir :

 birki...    10  sinnum

skóg...    323  sinnum

víði...      135   sinnum

furu...          sinnum

timbur..      sinnum

rótar...    13   sinnum

aspa...     sinnum

Bjarki Þór Kjartansson

bjarki@skogur.is

 heimild : IS 50V landupplýsingagrunnur Landmælinga Íslands