RUV
RUV

Í mars fjölluðum við um endurbyggingu lítils pakkhúss að Vatnshorni í Skorradal og birtum myndir frá flettingu timburs í húsið. Aðkoma Skógrækt ríkisins að endurbyggingu hússins er sú að stofnunin leggur til timbur í húsið. Um þessar mundir er verið að að ljúka endurbygginguna og hefur húsið verið flutt að Vatnshorni.

Pakkhúsið verður húsið vígt 13. ágúst nk., en vígslan verður einn af viðburðum alþjóðlegs árs skóga hér á landi.

Fjallað var um endurbygginguna í Landanum í gærkvöldi. 

Fyrir fjórum árum byggði Skógrækt ríkisins stórt grillhús í Haukadalsskógi. Húsið er byggt eingöngu úr íslensku sitkagreni og er kennt við Danann Kristian Kirk sem gaf Skógrækt ríkisins jörðina Haukadal fyrir tæpum 70 árum.


Mynd: Skjáskot af vef RÚV.