Mynd: Hlynur Gauti Sigurðsson
Mynd: Hlynur Gauti Sigurðsson

Á Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð var lögð út eins konar tilraun til að koma á sem einfaldastan og ódýrastan hátt upp skjóli.

Lagt var upp með að klippa 40 cm langa stiklinga af alaskavíði og stinga djúpt í jörðu.  Venjulega eru stiklingarnir styttri en hugmyndin með þessu er að koma rót fyrr niður í grunnvatn.  Árangurinn var eins og búist var við en lifun var greinilega í 60% tilvika þegar tilraunin var tekin út 23. júní sl.  Í sumum tilvikum var ekkert lífvænlegt að sjá ofan yfirborðs þó svo að neðan yfirborðs væri lifandi rótarkerfi.  Má því mögulega búast við betri lifun.

Stiklingunum var stungið með plóg í sendinn jarðveg um mánðamótin maí/júní.  Þá var frost nýfarið úr jörðu, stiklingarnir við það að fara að mynda brum og því ákjósanlegur tími.  Því miður var tíðin frekar þurr langt fram í júní.  Nú er hins vegar komin væta og vonandi að vöxtur taki við sér.

Hlynur Gauti Sigurðsson tók myndirnar hér að neðan þegar tilraunin var tekin út þann 23. júní sl.

frett_12072010_1

frett_12072010_2

frett_12072010_4

Frétt frá Héraðsskógum