Laugardaginn 3. september verður farin sveppaganga í Heiðmörk, á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Ása M. Ásgrímsdóttir er einn höfunda bókarinnar Villtir matsveppir á Íslandi og veit því eitt og annað um hvernig tína á sveppi og matreiða þá. Hún mun taka á móti göngufólki í Furulundi en gengið verður um svæðið og leitað að sveppum.

Gangan hefst kl 11:00 í Furulundi í Heiðmörk.

Mynd: Borghildur Aðalsteinsdóttir við sveppatínslu í ungum furuskógi í síðustu viku.