Í nýjasta hefti vefritsins The Scientist er birt grein um nýjustu uppgötvanir vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar um erfðatengsl merkigena og astmasjúkdóma. Í myndtexta meðfylgjandi myndar stendur: "TRÉ VEX Í REYKJAVÍK: myndin sýnir ættartré rúmlega 100 núlifandi íslenskra astmasjúklinga, sem rekja má 11 kynslóðir aftur til sameiginlegra forfeðra/formæðra sem fæddust á 17. öld (A TREE GROWS IN REYKJAVIK:  Above is a family tree of more than 100 current-day Icelandic asthma patients, going back eleven generations to their common ancestors born in the 17th century).

Í fundarsal íslenskrar erfðagreiningar hefst í dag, fimmtudaginn 3. febrúar, fræðaþing landbúnaðarins. Þar verður hins vegar fjallað meira um trjávöxt en mannerfðafræði. Um dagskrá ráðstefnunnar má lesa hér.