Nýr og gamall köngull á evrópulerkitré í fræhöllinni á Vöglum
Nýr og gamall köngull á evrópulerkitré í fræhöllinni á Vöglum

Á Vöglum í Fnjóskadal er fræmiðstöð Skógræktar ríkisins og þar er líka framleitt fræ af úrvalsbirki og lerkiyrkinu Hrym. Fræmiðstöðin á Vöglum selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi. Nýuppfærður frælisti hefur nú verið settur á vefinn og hann má skoða með því að smella hér.

Nánari upplýsingar gefur Valgerður Jónsdóttir í síma 461-5640 eða 862-7854. Einnig má senda fyrirspurnir og pantanir á netfangið valgerdur[hjá]nls.is.