Líkur aukast á því að samkomulag náist á heimsvísu um að meta stöðvun skógareyðingar til stiga á hinum vaxandi alþjóðamarkaði með kolefnislosunarheimildir. Samstaða hefur verið að myndast meðal ríkisstjórna þróunarlanda og umhverfisverndarsamtaka um að meta beri verndun regnskóga í hitabeltinu til kvótaeininga. Talið er að eyðing skóga í hitabeltinu í Asíu, S-Ameríku og Afríku stuðli að á milli 20 og 25 prósenta af allri losun gróðurhúsalofttegunda um heim allan á hverju ári. Átta þjóðir sem saman ráða yfir fjórum fimmtu af öllum regnskógum heims - Brasilía, Indónesía, Malasía, Papúa Nýja Gínea, Gabon, Kamerún, Costa Rica og Kongó - hafa tekið sig saman um að beita sér fyrir því að minnkun skógareyðingar verði tekin inn í skuldbindingar í því samkomulagi um loftslagsmál eftir 2012 sem gert verður innan vébanda Kyoto-bókuninnar.

 

Heimild: Viðskiptablaðið á netinu, 17/10 2007 („Vaxandi stuðningur við skógræktarkvóta“)

 

Ítarefni:

Deforestation and the Greenhouse Effect (BBC)

Carbon trade 'to save' rainforest (BBC, 23/10 2006)

World Bank Carbon Fund to Pay for Protecting Forests (Reuters, 15/10 2007)