Nú þegar hausta tekur er nóg að gera hjá skógarvörðum Skógræktar ríkisins.  Grisjun er í fullum gangi og af nógu að taka.  Á Vöglum í Fnjóskadal hefur verið tekin í notkun nýr viðarvagn.  Vagninn er með krana sem grípur auðveldlega um bolina.  Þennan vagn er auðvelt að fara með um skógarstíga sem eru torfærir öðrum tækjum.  Það munar miklu þar sem áður þurfti að draga trjábolina útúr skóginum með spili.  Sigurður Skúlason skógarvörður á Vöglum segir að starfsmenn hans hafi sótt vinnuvélapróf sérstaklega til þess að læra á þetta tæki.

Grisjunarviðurinn úr birkiskógum Fnjóskadals er unnin í arinvið, og segir Sigurður að sala gangi vel á arinviðarpokum og stæðsti hluti sölunnar fer til Olís og Essó.

Önnur nýleg tæki á Vöglum eru öflug dráttarvél, sturtuvagn og kurlari.  Unnið er að frágangi á þurrk-gámi og stefnt er að því að setja upp bandflettisög.  

Sumarið var gott á Norðurlandi og mikill vöxtur í öllum gróðri.  Mikill straumur ferðamanna var um Vaglaskóg og eru skráðar gistinætur á tjaldsvæðunum um 13.500 sem er með mesta móti síðustu ár.