Undanfarnar vikur hefur verið unnið að grisjun á starfsstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum.
Á meðan óveður var um allt í síðustu viku og víða ófært, grisjuðu starfsmenn Vesturlandsdeildar á Stálpastöðum í Skorradal í ágætu veðri. 
Skógrækt ríkisins óskar eftir að kaupa íslenskt grisjunartimbur. Samið er sérstaklega í hverju tilfelli en verð fer eftir vegalengd frá Grundartanga, kostnaði við flutning, rakainnihaldi viðarins og kurlun.
Ráðstefnan verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013. Fjallað verður um loftslagsbreytingar, afréttir, ferðaþjónustu og heimaframleiðslu matvæla.
Á Kirkjubæjarklaustri vex gróskumikill skógur í brekkunum ofan við byggðina. Nýverið mældi skógarvörðurinn á Suðurlandi hæstu trén í skóginum og reyndist eitt þeirra vera 25,2 m á hæð.