Gail Kimbell, skógfræðingur frá Montanaríki, var s.l. föstudag skipuð í embætti yfirmanns (skógræktarstjóra) Skógarþjónustu Bandaríkjanna (U.S. Forest Service). Er hún 16. skógræktarstjórinn í sögu BNA og fyrsta konan til að gegna því embætti. Undanfarin ár hefur Kimbell haft...
Skógræktarmenn hafa áhyggjur af ásókn Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga í að taka skógræktarlönd höfuðborgarsvæðisins undir byggingarland. Þeir óttast að græni trefilinn svokallaði verði götóttur og hafa tekið upp viðræður við sveitarfélögin um að hann njóti friðhelgi. Hvarvetna í útjaðri byggðarinnar...
Bæklingur um NorthernWoodHeat ráðstefnuna á Hallormsstað 2006 er kominn út.  Um er að ræða bækling sem inniheldur útdrætti fyrirlestra sem haldnir voru á ráðstefnunni auk geisladisks með sjálfum framsögunum.  Alls sóttu rúmlega 60 manns ráðstefnuna. S.r. á...
Í gær 9. janúar fundaði starfsfólk þróunarsviðs Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum. Sérstakur gestur fundarins var Níels Árni Lund frá Landbúnaðarráðuneytinu. Á fundinum var fjallað um ýmis málefni og bar þar tvennt hæst. Ákveðið var að breyta nafni sviðsins úr þróunarsviði...
Forvígismenn skógræktar hér á landi sjá tækifæri í viðskiptum með útblásturskvóta þar sem á hagkvæman hátt megi binda kolefni í skógrækt hér á landi. Ísland er aðili að alþjóðasamningum um takmörkun útblásturs, þótt við Kyoto-bókunina hafi verið gert sérstakt ákvæði...