Rit Mógilsár er vettvangur fyrir fræðilegt efni frá sérfræðingum Skógræktarinnar og samstarfsfólki þeirra. Ritið kemur út óreglulega eftir því sem þörf er á, oftast með stökum greinum í hverju tölublaði en einnig með söfnum greina eða útdrátta frá t.d. ráðstefnum og fundum. Útgáfan er nú orðið eingöngu rafræn á prentanlegu pdf-formi, nema sérstök ástæða þyki til prentaðrar útgáfu einnig.
Ritið hefur komið út með þessu heiti frá aldamótum en þar á undan gaf Mógilsá út ýmis rit sem fram undir þetta hafa aðallega verið varðveitt á pappír hefur nú verið komið á rafrænt form. Mestallt þetta efni er nú komið hér á vefinn og er einnig birt í Rafhlöðu Þjóðarbókhlöðunnar og Rit Mógilsár birtist einnig á timarit.is. Hér fyrir neðan er allt þetta efni flokkað eftir ártölum.
Ritnefnd Rits Mógilsár skipa Edda S. Oddsdóttir sem jafnframt er ábyrgðarmaður, Björn Traustason, Ólafur Eggertsson og Pétur Halldórsson sem hefur umsjón með útgáfunni.
Árið 2023
Pétur Halldórsson (ritstj.)
(51. tbl.)
Fagráðstefna skógræktar er tveggja daga ráðstefna sem haldin hefur verið árlega nær óslitið frá aldamótum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnan var að þessu haldin á Ísafirði fór fram í hinu gamla og virðulega Edinborgarhúsi. Fyrri dagurinn var helgaður þemanu skógrækt á tímum hamfarahlýnunar. Síðari dagurinn var svo vettvangur fjölbreyttra erinda og veggspjaldakynninga á málefnum sem snerta skógrækt, skógrannsóknir, skógtækni og skyld efni. Streymi var frá ráðstefnunni á Youtube-rás Skógræktarinnar og þar er upptökur að finna að flestum fyrirlestranna.
Brynjar Skúlason, Brynja Hrafnkelsdóttir og Aðalsteinn Sigurgeirsson
(50. tbl.)
Vorið 1998 var sett út kvæmatilraun með 50 kvæmum, gróðursett á níu mismunandi tilraunastaði og voru fimm þeirra mældir árin 2020 og 2021. Hæð og þvermál plantnanna var mælt auk þess að lifun, ryðmyndun og fræmagn var metið. Jákvæð fylgni var fyrir alla eiginleika í einkunnum kvæma milli tilraunastaða og oftar en ekki marktæk sem bendir til að eiginleikarnir stýrist af arfgerð fremur en umhverfi. Mjög góð fylgni fannst á milli sunnlensku tilraunastaðanna í lifun, þar sem kvæmið Steinadalur er afgerandi best og kvæmin frá Suðaustur- og Suðvesturlandi raðast nánast öll fyrir ofan kvæmin frá Norðaustur- og Norðvesturlandi. Röðun kvæma í lifun er breytilegri á tilraunastöðum á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Bæjarstaðabirki og skyldir stofnar hafa almennt mestan lífmassa og kvæmin frá Suðaustur- og Norðausturlandi hafa fæsta aukastofna. Skýrustu niðurstöðurnar eru fyrir fræmyndun og ryðþol þar sem birkið frá Suðausturlandi hefur yfirburði í ríkulegri fræmyndun og besta þolið gagnvart birkiryði. Við notkun birkis fyrir láglendi Íslands má nýta þann kynbótaávinning sem yrkið Embla sýnir og auka erfðabreytileikann með því að bæta klónum inn í þýðið frá kvæmum sem koma vel út í tilrauninni s.s. Steinadal, Þingvöllum, Þórsmörk og Bæjarstað.
Rakel J. Jónsdóttir
(49. tbl.)
Þar sem frærækt annar ekki eftirspurn eftir plöntum af lerkiblendingnum ‘Hrymi’ (Larix decidua x sukaczewii) var kannað í þessu verkefni hvort mögulegt væri að fjölga honum með græðlingum á mismunandi tímum árs. Miðað við það ræktunarumhverfi sem notað var náðist 60,7% til 67,1% ræting vetrargræðlinga. Trénað sumargræðlingaefni sem hafði aðeins hliðarbrum rætti sig síður en það sem var minna trénað og klippt af toppsprota eða hliðargrein með endabrumi . Helsta orsök affalla í græðlingaræktuninni var grámygla (Botrytis sp.) Verkefnið leiddi í ljós að græðlingar af Hrymi þurfa að lágmarki 11 til 12 vikna ræktun svo viðunandi ræting náist. Af þeim þremur bakkagerðum sem prófaðar voru í verkefninu reyndist ræktun í míkróbakka áhugaverðust með tilliti til auðveldrar priklunar í fjölpottabakka eftir rætingu, hagkvæmnisjónarmiða og stutts framleiðslutíma á söluhæfum plöntum. Forsenda þess að græðlingaræktun nái að bera sig fjárhagslega er góð þekking á ræktun og umhirðu móðurplantna við íslenskar aðstæður með tilliti til aldurs þeirra og fjölda framleiddra græðlinga. Áframhaldandi rannsóknir ættu því að beinast mestmegnis að þeim þætti.
Þorbergur Hjalti Jónsson
(48. tbl.)
Markaðsverð skógareignar getur þurft að meta vegna sölu eða kaupa á skógi, vegna eignamats í bókhaldi, skiptingar dánarbús, veðhæfni, trygginga, skattlagningar eða skaðabóta. Hér eru bornar saman sjö aðferðir til að meta markaðsverð á skógi í einkaeign á Stóra-Bretlandi, þar á meðal svokallað sjálfbærnivirði, ný aðferð sem sett er fram í greininni og er byggð á tilgátu um tímagildismat mannsins. Mælt er með þessari aðferð við mat á markaðsverðmæti skóga á Íslandi. Mat á skaðabótavirði er hins vegar byggt á tjóni eigandans en ekki endilega markaðsvirði. Sjálfbærniaðferðin hentar því sjaldan við mat á skaðabótum.
Árið 2022
Pétur Halldórsson (ritstj.)
(47. tbl.)
Fagráðstefna skógræktar var haldin á Hótel Geysi Haukadal dagana 29.-30. mars 2022 undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Fyrri daginn voru haldin stutt inngangserindi um þrjú umfjöllunarefni, 1) Skógræktarstefna til 2030, 2) Kolefnisbinding, ný markmið, tækifæri og vottun og 3) Viðarafurðir. Að því búnu var efnt til pallborðsumræðna. Síðari daginn voru fjölbreytt erindi um ýmis skógfræðileg og skógtæknileg efni. Í þessu riti eru birtir útdrættir fyrirlestra og veggspjalda frá þeim höfundum sem óskuðu birtingar. Sumir útdráttanna eru auknir frá því sem var í útgefnu ráðstefnuriti eins og höfundum var gefinn kostur á. Upptökur og glærur flestra fyrirlestra og veggspjalda eru á skogur.is/fagradstefna2022.
Rakel J. Jónsdóttir
(46. tbl.)
Yfirvetrun skógarplantna á frystigeymslum verndar gæði skógarplantna fyrir umhleypingum yfir vetrartímann. En plöntur þurfa að hafa byggt upp nægt frostþol að lifa af geymsluna. Jónalekaaðferðin (Shoot Electrolyte Leakage), sem lýst er í þessu riti, hefur lengi verið notuð til að meta frostþol skógarplantna í framleiðslu. Ræktunarferlar innan gróðrarstöðva hafa úrslitaáhrif á það hvort skógarplöntur ná góðu frostþoli á haustin, sáningartími, myrkvun, uppruni fræsins, kæling að hausti o.fl. Niðurstöður íslenskra jónalekamælinga eru dregnar saman í greininni og fjallað um hvaða lærdóm megi draga af þeim.
Árið 2021
Þorbergur Hjalti Jónsson
(45. tbl.)
Hér er fjallað um landverð og landrentu af óræktuðu landi á Íslandi. Greindir eru meginþættir í verðmyndun og verðþróun síðastliðin fjörutíu ár. Sett er fram líkan sem áætlar verð óræktaðs lands út frá landstærð og staðsetningu. Lögð er áhersla á að líkanið sé tölfræðilega traust og gefi nægilega áreiðanlegt mat á landverði til að nýtast við mat á arðsemi skógræktar, greiningu á landnýtingarkostum og fyrir bókfært verð. Líkanið er byggt á ásettu verði en er skalað að markaðsverði með samanburði við nokkrar jarðasölur. Líkanspár eru bornar við úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta síðastliðna fjóra áratugi.
Þorbergur Hjalti Jónsson
(44. tbl.)
Í allri faglegri skipulagningu þarf mælikvarða á árangur. Hér eru settir fram mælikvarðar fyrir fagra skóga til útivistar. Skógarsýnd er mælikvarði á skilin milli opins lands og skógar frá sjónarhóli þeirra sem njóta útivistar og er lýst út frá hæð og þéttleika trjánna og augnhæð athugandans. Mælikvarða á fegurð og gæði skógar til útivistar má nefna yndisgildi. Yndissýnd er heildaráhrif skógarins á skoðandann sem hér eru skilgreind sem margfeldi yndisgildis og skógarsýndar. Fegurð, upplifun og útivistar gæði skýrast mikið til af birtunni í skóginum og fagurfræðilögmálum um fjölbreytni, andstæður og hlutföll. Sett er fram aðferð til að fella þessa þætti saman í yndisgildi skógar.
Arnór Snorrason
(43. tbl.)
Sú úttekt sem hér er kynnt er unnin fyrir og greidd af Kolvið. Kolviður er sjóður sem hefur það meðal annars að markmiði að auka bindingu kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Kolviður býður fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu við að binda kolefni úr andrúmslofti með nýskógrækt. Fyrsta skógræktarsvæði Kolviðar er svæðið sem hér var tekið út og er kallað Hofssandur. Markmið úttektarinnar var að meta á vísindalegan og viðurkenndan hátt kolefnisbindingu sem átt hefur sér stað frá úttekt sem gerð var haustið 2014 (Arnór Snorrason 2015) fram að hausti 2020. Við bætast ">mælingar á svæðum sem voru gróðursett árið 2013.
Arnór Snorrason og Björn Traustason
(42. tbl.)
Hér er kynnt úttekt sem gerð var sumarið og haustið 2020 með það að markmiði að meta með viðurkenndum og vísindalegum hætti kolefnisbindingu skóglendis á Drumboddsstöðum II í Biskupstungum sem er eign Byko ehf. Sumarið 2020 var skóglendið á Drumboddsstöðum kortlagt. Það var síðan flokkað í þrjá flokka og mælifletir lagðir tilviljanakennt út í hvern flokk. Út frá trjámælingum og landgerðarmati sem fram fór á mæliflötum haustið 2020 var lífmassavöxtur og þar af leiðandi kolefnisbinding trjágróðurs áætluð ásamt bindingu í jarðvegi og sópi.
Arnór Snorrason & Lárus Heiðarsson
(41. tbl.)
The work addressed in this report is ordered and partly financed by Yggdrasill Carbon ehf. The objectives of this report are: 1. To map the status of the afforested land and the afforestation on the farm Óseyri in Stöðvarfjörður, East-Iceland. 2. To estimate the current annual C-stock change of the plantations at Óseyri. 3. To project the C-stock changes of the afforested area for the next 70 years, with business-as-usual management (baseline management) of forest available for wood supply. 4. To make a projection of the C-stock changes of an alternative management plan with no utilization of wood in the same period for plantations classified as forest available for wood supply and compare it with the projection of business-as-usual.
Árið 2020
Edda Sigurdís Oddsdóttir
(40. tbl.)
Gróskumikið vísinda- og rannsóknarstarf er mikilvægt í skógrækt, enda stuðlar slíkt starf að framþróun skógræktar. Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, sinnir rannsóknastarfi og þekkingaröflun í þágu skógræktar og skógverndar á Íslandi. Rannsóknir Mógilsár helgast af faglegri þekkingarþörf skógræktar og vísindalegum gæðakröfum. Áfram verður unnið að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi Mógilsár í stefnumörkun Skógræktarinnar.
Lárus Heiðarsson, Bjarki Þór Kjartansson, Arnór Snorrason og Bjarni Diðrik Sigurðsson
(39. tbl.)
Mældur var vöxtur og viðgangur rússalerkis í 15 ára gömlum tilraunareitum, staðsettum á fjórum stöðum á Fljótsdalshéraði, sem gróðursettir voru með mismunandi upphafsþéttleika: 1.000, 2.000, 3.500 og 5.000 tré á hektara. Rússalerki er sú trjátegund sem mest er notuð í nytjaskógrækt á Norður- og Austurlandi og vex vel á rýru og rofnu landi. Niðurstöðurnar sýna að lítil samkeppni var enn um vaxtarrými 15 árum eftir gróðursetningu, óháð gróðursetningarþéttleika. Mikill munur var á vexti á milli staða sem skýrðist af ólíku skjólfari og jarðvegsskilyrðum á milli þeirra. Marktækur munur var á afföllum, meðalþvermáli og rúmmáli meðaltrés á milli staða en ekki á milli upphafsþéttleika. Bæði afföll og fjöldi auka stofna minnkaði almennt með auknum upphafsþéttleika. Einnig sýndu niðurstöður að marktækur munur var á yfirhæð á milli staða og upphafsþéttleika. Framtíðar vaxtarspá sem var gerð sýndi að aukinn upphafsþéttleiki (yfir 3.000 plöntur á hektara) skilar fyrst og fremst aukinni viðarframleiðslu í fáeina áratugi (undir 35 árum) í upphafi vaxtarlotunnar. Aukinn trjáfjöldi leiddi til hærri stofnkostnaðar og kostnaðar vegna snemmgrisjunar en ekki aukningar á nettótekjum. Niðurstöður okkar benda til þess að hagkvæmasti upphafsþéttleiki í ræktun rússalerkis á Fljótsdalshéraði liggi á bilinu 2.500 til 3.000 plöntur á hektara.
Árið 2019
NordGen Conference 2019
Brynjar Skúlason, Guðmundur Halldórsson & Pétur Halldórsson (eds.)
(38. tbl.)
Edda S. Oddsdóttir, Bjarni D. Sigurðsson og Pétur Halldórsson (ritnefnd)
(37. tbl.)
Hin árlega Fagráðstefna skógræktar er nú haldin í 20. skipti. Upphafið má rekja til ráðstefnu sem haldin var á vegum Skógræktar ríkisins í tengslum við opnun Kalstofunnar á Möðruvöllum árið 2000. Þótti sú ráðstefna takast svo vel að ákveðið var að halda aðra á Egilsstöðum árið 2001 og svo þá þriðju á Kirkjubæjarklaustri árið 2002. Síðan hefur ráðstefnan farið hringinn um landið. Allt frá 2001 var ráðstefnan haldin í samstarfi Landshlutaverkefna í skógrækt og Skógræktar ríkisins, sem árið 2016 urðu að Skógræktinni, og síðar komu Skógræktarfélag Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landssamtök skógareigenda og Skógfræðingafélag Íslands að skipulagningu. Í ár bætist Landgræðslan í hóp þeirra sem standa að ráðstefnunni og yfirskrift ráðstefnunnar er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál með áherslu á aðgerðir til kolefnisbindingar.
Árið 2018
Þorbergur Hjalti Jónsson
(36. tbl.)
Hér er fjallað um fenjatré Evrópu (Alnus glutinosa (L.) Gaertn.), reynsluna af ræektun þess og möguleika i skógrækt á Íslandi. Tegundin er sumargrænt lauftré með óvenjulega hæfni til a þrífast í blautum jarðvegi með kyrrstæðu vatni. Hún vex í votlendi við fljót og með fram ám og lækjum um mestalla Evrópu, frá Skandinavíu til Miðjarðarhafslanda og austur um Litlu-Asíu til Írans. Hana er að finna á stöku stað í dölum Atlasfjalla í Norður-Afríku, Marokkó, Túnis og Alsír.
Árið 2016
Edda S. Oddsdóttir, Ólafur Eggertsson, Björn Traustason, Pétur Halldórsson
(35. tbl.)
Árið 2015
Arnór Snorrason, Benjamín Örn Davíðsson og Lárus Heiðarsson
(34. tbl.)
Arnór Snorrason
(33. tbl.)
Lárus Heiðarsson og Þröstur Eysteinsson
(32. tbl.)
Árið 2014
Edda S. Oddsdóttir, Bjarni D. Sigurðsson og Pétur Halldórsson
(31. tbl.)
Árið 2013
Edda S. Oddsdóttir, Ólöf I. Sigurbjartsdóttir og Bjarni D. Sigurðsson
(30. tbl.)
Arnór Snorrason og Björn Traustason
(29. tbl.)
Árið 2012
Arnór Snorrason
(28. tbl.)
Edda S. Oddsdóttir, Rakel J. Jónsdóttir og Bjarni D. Sigurðsson
(27. tbl.)
Edda S. Oddsdóttir, Rakel J. Jónsdóttir og Bjarni D. Sigurðsson
(26. tbl.)
Árið 2011
Halldór Sverrisson, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Helga Ösp Jónsdóttir
(25. tbl.)
Edda S. Oddsdóttir, Ólafur Eggertsson og Bjarni D. Sigurðsson
(24. tbl.)
Árið 2004
Brynjar Skúlason, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Bjarni E. Guðleifsson og Öyvind Meland Edvardsen
(23. tbl.)
Abstracts and short papers from the workshop of the SNS network Natural disturbance dynamics analysis for forest ecosystem management in Geysir, Iceland, 11.-15. October, 2003.
Sigurgeirsson, A. & Jõgiste, K.
(22. tbl.)
Ágrip erinda frá ráðstefnu á Húsavík 27.-29. ágúst 2003 á vegum norræna sérfræðingahópsins um erfðalindir trjáa
Þröstur Eysteinsson
(21. tbl.)
Ólafur Eggertsson
(20. tbl.)
Gunnar Þór Jóhannesson
(19. tbl.)
Lárus Heiðarsson og Loftur Jónsson
(18. tbl.)
Árið 2003
Þröstur Eysteinsson
(17. tbl.)
Árið 2002
Brynjar Skúlason og Øyvind M. Edvardsen
(16. tbl.)
Ólafur Eggertsson
(15. tbl.)
Arnór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson
(14. tbl.)
Arnór Snorrason
(13. tbl.)
Lárus Heiðarsson og Sigurður Blöndal
(12. tbl.)
Lárus Heiðarsson
(11. tbl.)
Loftur Jónsson
(10. tbl.)
Árið 2001
Jón Guðm. Guðmundsson
(9. tbl.)
Hrefna Jóhannesdóttir og Øyvind Meland Edvardsen
(8. tbl.)
Arnór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson
(7. tbl.)
Arnór Snorrason, Stefán Freyr Einarsson, Tumi Traustason,Fanney Dagmar Baldursdóttir
(6. tbl.)
Arnór Snorrason, Tumi Traustason, Stefán Freyr Einarsson, Fanney Dagmar Baldursdóttir
(5. tbl.)
Guðmundur Halldórsson, Halldór Sverrisson, Edda Sigurdís Oddsdóttir, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
(4. tbl.)
Brynjar Skúlason, Bjarni E. Guðleifsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
(3. tbl.)
Árið 2000
Øyvind Meland Edvardsen, Bjarni E. Guðleifsson og Brynjar Skúlason
(2. tbl.)
Hreinn Óskarsson
(1. tbl.)
Árið 1998
- Kostnaður við áburðarblöndur og -dreifingu
Hreinn Óskarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Bjarni Helgason, Gunnar Freysteinsson, Böðvar Guðmundsson og Grétar Guðbergsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 12) febrúar 1998
|
|
Árið 1995
I.
Yfirlit, aðferðir og niðurstöður fyrir Laugardalshrepp í Árnessýslu
Ása L. Aradóttir, Ingvi Þorsteinsson og Snorri Sigurðsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 11) nóvember 1995
|
|
Vignir Sigurðsson, Kesara Anamthawat-Jónsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 10) maí 1995
|
|
Ása L. Aradóttir og Járngerður Grétarsdóttir
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 9) janúar 1995
|
|
Árið 1994
Áfangaskýrsla 1991
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Ása L. Aradóttir, Halldór Þorgeirsson, Ólafur Arnalds og Jón Guðmundsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 8) maí 1994
|
|
Sigvaldi Ásgeirsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 7) mars 1994
|
|
Guðmundur Halldórsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 6) mars 1994
|
|
Baldur Þorsteinsson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 5) febrúar 1994
|
|
Árið 1993
Snorri Baldursson (Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 4) desember 1993 |
|
Árið 1992
Líneik Anna Sævarsdóttir og Úlfur Óskarsson (Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 3) maí 1992
|
|
Snorri Baldursson, Þuríður Yngvadóttir og Árni Bragason
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 2) mars 1992
|
|
Guðmundur Halldórsson og Halldór Sverrisson
(Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 1) janúar 1992
|
|
Árið 1990
Kristján Þórarinsson, Úlfur Óskarsson og Þorbergur Hjalti Jónsson (4(11), júlí 1990)
|
|
Líneik Anna Sævarsdóttir og Úlfur Óskarsson (4(10) 1990)
|
|
Jóhannes Árnason og Jón Gunnar Ottósson
(4(8) 1990)
|
|
Þorbergur Hjalti Jónsson og Kristján Þórarinsson (4(7) 1990)
|
|
Landkostir, viðarvöxtur, val tegunda og kvæma til ræktunar
Þorbergur Hjalti Jónsson
(4(6) 1990)
|
|
(Erindi flutt á ráðstefnu Félags íslenskra náttúrufræðinga, 23. febrúar 1990: Umhverfi, gróðurvernd og landnýting)
Jón Gunnar Ottósson (4(5) 1990)
|
|
(Erindi flutt á Húsavík 17. mars 1990)
Jón Gunnar Ottósson (4(4) 1990)
|
|
Úlfur Óskarsson og Kristján Þórarinsson
(4(3) 1990)
|
|
Úlfur Óskarsson, Þorbergur Hjalti Jónsson og Kristján Þórarinsson
(4(2) 1990)
|
|
Úlfur Óskarsson
(4(1) 1. útgáfa, mars 1990)
|
|
Árið 1988
Þorbergur Hjalti Jónsson
(2 (3) 1988)
|
|
Þorbergur Hjalti Jónsson
(2 (2) 1988)
|
|
Árið 1987
Jón Gunnar Ottósson (Ónúmerað) Haust 1987
|
|